Með því að safna öllum upplýsingum rekstursins á einn stað er auðveldara finna þær og vinna úr þeim. Einnig er hægt að veita þeim sem koma að verkefnum aðgang að viðeigandi upplýsingum til þess að spara rekstraraðilum tíma.
Þegar allar upplýsingar eru komnar á einn stað er hægt að auka sjálfvirkni til þess að minnka innslátt og spara tíma. Sjálfvirkni getur dregið úr tvíverknaði þannig að starfsmenn hafi meiri tíma til þess að sinna vinnu sem skapar verðmæti fyrir fyrirtækið.
Skortur á skipulagi og yfirsýn yfir reksturinn getur leitt af sér ranga ákvörðunartöku. Góð yfirsýn yfir reksturinn getur því auðveldað stjórnendum að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma sem leiðir af sér skilvirkari og hagkvæmari rekstur.